• Ynja Mist Aradóttir

Asía: 8 dagar


Yfirlit: 30.08- Keflavík ✈️ ✈️ ✈️ Osló -31.08- Osló ✈️ ✈️ ✈️ Bangkok -Ca.04.09-Bangkok ✈️✈️✈️ Hanoi 🏍 🏍 🏍 Ho Chi Minh City (Ca. 30.09) 🚌 🚌 🚌 Cambodia ➖ ➖ ➖ (Ca. 15.10) Aftur til Thailands ➖ ➖ ➖ (Koh phangan, Koh Tao, Koh Samui, ekki alveg planað) Í dag, 22. ágúst, eru aðeins átta dagar í brottför. 30. ágúst fljúgum við Sunna til Osló, svo daginn eftir fljúgum við þaðan til Bangkok. Við ætlum að vera þar á hosteli í örfáa daga, skoða stórborgina og kaupa það sem vantar fyrir ferðalagið. Næst tökum við flugið til Hanoi, sem er höfuðborgin í Vietnam. Hanoi er mjög norðarlega í landinu, svo að við munum byrja á að skoða norðurlandið aðeins. Snjólaug flýgur svo til okkar frá Cape Town um miðjan September. Við ætlum að finna okkur vespur til þess að ferðast á alla leiðina Suður til Ho Chi Minh City. Á leiðinni ætlum við að skoða hina ýmsu staði, meðal annars: Halong Bay (Margt að sjá þar, m.a. "floating village")

Tra Su bird Sanctuary

Tam Coc (þrír hellar)

Fairy stream (Einhverskonar heitur leir sem maður labbar í berfættur upp svona fjallaveg)

Planið nær ekki mikið lengra eins og er (nema þá bara aðal atriðin) en við sjáum bara hvert ævintýrið leiðir 0kkur.

Ynja


10 views0 comments

© 2015 by Ynja. Young Icelandic artist.

  • Facebook Basic Black
  • Instagram Basic Black