• Ynja Mist Aradóttir

Asía: 8 dagar


Yfirlit: 30.08- Keflavík ✈️ ✈️ ✈️ Osló -31.08- Osló ✈️ ✈️ ✈️ Bangkok -Ca.04.09-Bangkok ✈️✈️✈️ Hanoi 🏍 🏍 🏍 Ho Chi Minh City (Ca. 30.09) 🚌 🚌 🚌 Cambodia ➖ ➖ ➖ (Ca. 15.10) Aftur til Thailands ➖ ➖ ➖ (Koh phangan, Koh Tao, Koh Samui, ekki alveg planað) Í dag, 22. ágúst, eru aðeins átta dagar í brottför. 30. ágúst fljúgum við Sunna til Osló, svo daginn eftir fljúgum við þaðan til Bangkok. Við ætlum að vera þar á hosteli í örfáa daga, skoða stórborgina og kaupa það sem vantar fyrir ferðalagið. Næst tökum við flugið til Hanoi, sem er höfuðborgin í Vietnam. Hanoi er mjög norðarlega í landinu, svo að við munum byrja á að skoða norðurlandið aðeins. Snjólaug flýgur svo til okkar frá Cape Town um miðjan September. Við ætlum að finna okkur vespur til þess að ferðast á alla leiðina Suður til Ho Chi Minh City. Á leiðinni ætlum við að skoða hina ýmsu staði, meðal annars: Halong Bay (Margt að sjá þar, m.a. "floating village")

Tra Su bird Sanctuary

Tam Coc (þrír hellar)

Fairy stream (Einhverskonar heitur leir sem maður labbar í berfættur upp svona fjallaveg)

Planið nær ekki mikið lengra eins og er (nema þá bara aðal atriðin) en við sjáum bara hvert ævintýrið leiðir 0kkur.

 

Ynja


10 views0 comments

Recent Posts

See All