• Ynja Mist Aradóttir

Osló - Bangkok = 11 klst


Við Sunna héldum til Osló í gær og gistum á flughóteli í nótt. Við flugum með SAS og fengum youth ticket á 11.000 kr í stað 16.000 (Þannig ef þú ert undir 25 ára - note this). Á eftir tökum við flugið til Bangkok með Norwegian og þar með hefst Asíuferðin. Flugið er beint og tekur ellefu klukkustundir. Við leggjum af stað héðan klukkan 14:25 og lendum í Bangkok klukkan 06:55, 1. September á staðartíma. Síminn minn er batteríslaus þannig ég get ekki sett mynd af okkur á flugvellinum eins og ég ætlaði. Í staðinn set ég þessa gömlu mynd af okkur þegar við vorum sætar.

Ég verð að sýna ykkur hostelið sem við gistum á í tvær nætur í Bangkok, það er svo fallegt! Í móttökunni er kaffihús

Kaffihús

Og svefnherbergin eru svo falleg

Baðherbergin eru líka sérstök

Eftir 2 nætur á þessu hosteli ætlum við að fljúga beint til Hanoi, en eftir það förum við í langa pásu frá flugvélum því við ætlum að ferðast á vespum, hjólum, rútum, bátum og bara hverju sem okkur dettur í hug á leiðinni þvert yfir Vietnam. Þangað til næst!

 

Ynja


17 views0 comments

Recent Posts

See All