• Ynja Mist Aradóttir

Bangkok


Bangkok tók vel á móti okkur með smá sól á milli skýjanna, en ekki með rigningu eins og við bjuggumst við. Loftið var þungt, mjög rakt og heitt. Hostelið hefði ekki getað verið betra, en ég get ekki sagt það sama um ferðina þangað frá flugvellinum. Í fyrsta lagi voru engin bílbelti í taxanum, og svo keyrði hann hratt smeygjandi sér á milli hinna bílanna. Inní borginni nýttum við okkur mest litlu bílana sem heita eru kallaðir tuctuc til þess að komast á milli staða. Þessar myndir eru teknar í tuctuc

Við fórum í 2 moll, annað þeirra var meira eins og risa markaður (á 7 hæðum). Þar voru óteljandi búðir og örugglega flest allar vörurnar eftirhermur. Svo var hitt mollið bara næsta bygging við hliðina, en það var greinilega þar sem fína ríka fólkið fer. Rosalega flott bygging og dýrar merkjavörur (þar fann ég loksins filmur í myndavélina mína, samt helmingi ódýrara en á Íslandi). Okkur var farið að finnast frekar pirrandi að það voru alltaf einhverjir tælendingar að byrja að tala við okkur sem töluðu ekkert sérstaklega góða ensku en voru alltaf að segja svipaða hluti sem við skildum ekki alveg í heild. Þeir töluðu um að við ættum að fara hingað og þangað að sjá big buddha, black buddha, lucky buddha... Svo sögðu þeir alltaf eitthvað um að við ættum bara að taka tuctuc sem eru með gulri númeraplötu með grænum stöfum. Þeir sögðu líka "only today" "today is your lucky day". Við vorum farnar að halda að þetta væri bara eitthvað sölutrix og vorum hættar að nenna að hlusta á þetta. Svo fór þetta allt að púslast saman og við föttuðum hvað þetta allt snerist um. Þetta var í alvörunni einhver sérstakur buddha dagur og allt þetta fólk var bara að reyna að útskýra fyrir okkur að við gætum farið í ferð með tuctuc að sjá alla merkilegustu buddhana og musterin. Ástæðan afhverju við áttum bara að fara í tuctuc með gulu merki var vegna þess að þeir eru að vinna fyrir ríkið og fá nðurgreiðslu til þess að taka útlendinga í þessa ferð. Við gerðum þetta og það var keyrt um með okkur á milli staða í marga klukkutíma og okkur leið eins og einhverjum prinsessum með einkabílstjóra. Svo áttum við bara að borga 5 baht á mann sem eru 16 krónur. En við gáfum honum nú aðeins meira fyrir allt þetta. Við tókum þessa gleraugna-selfie með gleraugna buddha á meðan tuctuc bílstjórinn okkar beið bara og sagði "take your time".

Svo sáum við Big Buddha sem var umlukinn fallegum musterum. Rétt hjá honum var þetta ljóta "set up" þar sem var búið að troða litlum viltum fuglum í lítil búr til þess að fólk borgi fyrir að sleppa þeim. Sunna vildi kaupa þá alla og sleppa þeim, en þá myndu þeir auðvitað bara ná í nýja fugla. (Sést ekki vel á myndinni en þeir voru svona 5 saman í búri og allir klikkaðir)

Í bangkok voru svona musteri liggur við á hverju götuhorni, öll með sama stílnum og sömu litum. Maður fer úr skónum áður en maður fer inn og stundum fer fólk þangað til þess að setjast á gólfið og borða.

Ótrúleg nákvæmni í skreytingunum sem eru settar saman úr litlum skrautsteinum og mósaík

Ég tók ekki mikið af myndum fyrstu dagana þar sem ég var ekki með hleðslutæki fyrir símann minn, en næst munu vera fleiri myndir með. Vildi bara að ég gæti sett myndir úr filmumyndavélinni, en það verður gaman að sjá þær seinna. Stress á flugvellinum Við pöntuðum flug til Hanoi daginn fyrir brottför (03.09) með jetstar pacific. Við vorum soldið seinar í því að leggja af stað á flugvöllinn en bjuggumst náttúrulega við svipaðri taxa bílferð og síðast. En nei, bílstjórinn keyrði hægar en allir hinir og hélt sig mjög langt frá næsta bíl. Við vorum orðnar mjög stressaðar að missa af fluginu, og bílstjórinn vissi alveg hversu tæpar við vorum. Loksins þegar við komum á flugvöllinn klukkutíma fyrir flugið hlupum við að check-in skrifborðinu, fengum flugmiðana, og svona tveim mínútum á eftir okkur kom par sem voru líka sein. Þeim var ekki hleypt inn. Við vorum yfir okkur ánægðar og drifum okkur í gegn, fórum í langa vegabréfaröð. Þegar það var loksins komið að okkur þá vorum við auðvitað ekki búnar að fylla út eitthvað blað sem sýnir að við séum að fara úr landinu þannig við þurftum að fara aftur í röðina. Á þessum tímapunkti voru 7 mínútur í að hliðið okkar lokaði, þannig við ákváðum að spurja fólkið fremst í röðinni hvort við mættum fara á undan (það var eini sénsinn okkar til þess að ná fluginu). Við fengum sem betur fer að fara á undan, og hlupum að brottfararskiltinu. Auðvitað var okkar vél alveg í hinum endanum og stóð að það tæki 9-11 mínútur að komast þangað. Þarna var aðeins eitt í stöðunni: að hlaupa. Við hlupum í sandölum með risa bakpoka og fleira dót í höndunum (Þetta var í alvörunni top 10 það erfiðasta sem ég hef gert) en á bókstaflega síðustu mínútunni náðum við þessu! Komum inn í flugvélina sveittar og sælar. Eftir að hafa upplifað 11 tíma flug til Bangkok þá liðu þessir 2 tímar eins og korter. Næst er það uppfærsla frá Hanoi!

 

Ynja


13 views0 comments

Recent Posts

See All