• Ynja Mist Aradóttir

Hanoi - Bærinn og hostelið


03.09 - Þegar við vorum komnar til Hanoi fórum við beint upp að "tourist information" borði til þess að athuga hvort þau gætu mælt með einhverju hosteli fyrir okkur. Þau bentu okkur á götu í gamla bænum (miðbænum) þar sem væru nokkur hostel. Svo vildu þau endilega koma okkur þangað líka og sögðu að það væri ódýrara en að taka taxa. Mér fannst frekar ótrúlegt að taxi myndi kosta meira en 25$ og sagði þeim að við ætluðum að taka taxa. Þá lækkuðu þau boðið í 18$ og útskýrðu fyrir okkur að það væri ódýrara að fara með þeim. Við tókum því bara og bílstjórinn fylgdi okkur út í bíl, sem var alveg ómerktur jeppi (semsagt líklega einkabíll). Bílstjórinn kunni enga ensku þannig við gátum ekki talað við hann. Þegar við höfðum verið á dágóða stund á leiðinni, þá fórum við að viðurkenna fyrir hvorri annarri að við værum báðar farnar að efast um þessa bílferð. Við fórum auðvitað að hugsa um allt það versta eins og hvað ef bílstjórinn væri að ræna okkur, hvað ef hann væri að fara einhvert allt annað... Við vorum farnar að plana hvernig við ætluðum að hlaupa út úr bílnum þegar hann stoppaði loksins, og okkur til mikillar hamingju var það fyrir utan hostel sem hét Downtown backpackers. En hey, er ekki alltaf betra að undirbúa sig undir það versta?! Við fórum inn á hostelið og borguðum fyrir 2 nætur til að byrja með. Herbergin voru snyrtileg, og starfsfólkið kunni ágætis ensku. Þetta reyndist vera soldið mikið party hostel, en við tökum ekki þátt í svoleiðis vitleysu. Við komum okkur bara fyrir, fengum okkur að borða, og fórum að sofa. 04.09 - Fyrsta daginn fórum við í "walking tour" sem hostelið bauð uppá með öðrum túristum og þessi í svarta bolnum leiddi hópinn.

Við fórum upp að Hoan Kiem Lake sem er í miðri borginni, og það var heldur gráleitt að sjá þennan daginn.

Huc brúin var samt mjög falleg og tréin ekki síðri.

Þarna á bak við Sunnu er "turtle tower" sem er gamall turn sem stendur á pínulítilli eyju í miðju vatninu. Þangað má enginn fara nema einstaka sinnum sást þar risaskjalbaka sem bjó í vatninu en var útskurðuð látin 19. janúar 2016. Skjaldbakan var af tegund sem er í bráðri útrýmingarhættu og var ein af fjórum sem vitað er af í heiminum, nú eru þær þrjár.

Eftir þennan labbitúr fórum við að fá okkur að borða. Okkur langaði að prufa einhvern "local" stað, eða þar sem íbúar Hanoi myndu borða en ekki túristar. Við fundum stað og pöntuðum vorrúllur og hrísgrjónarétt, Sunna með grænmeti og ég með kjúkling. Þetta var fyrsta skipti sem ég pantaði mat með kjöti í ferðinni, og pottþétt það síðasta líka. Ég fékk bara heileldaðar tærnar af kjúklinginum með hrísgrjónum, nei takk.

Næst skoðuðum við bæinn aðeins sjálfar og tókum nokkrar myndir

Í enda dags fórum við svo í smá dekur. Sunna fékk sér pedicure, og ég fékk andlits treatment sem endaði með mjög sérstökum maska. Þegar við komum aftur á hostelið var fólk byrjað að fá sér og svona niðri í lobbyinu, og við ætluðum bara að drífa okkur upp í herbergi. Ég ætla bara að láta snöppin mín útskýra afganginn af sögunni:

Af einhverjum ástæðum lýsti andlitið mitt í myrkri eftir þennan maska! Og það var ekki alveg farið næsta dag, þrátt fyrir að hafa farið í sturtu og reynt að ná þessu af. En ég get varla lýst því hvað það var óþæginlegt að standa og bíða eftir að einhver geti andað af hlátri til þess að segja mér hvað var svona fyndið.

 

Ynja


26 views0 comments

Recent Posts

See All